Káramenn eru komnir áfram í 32 liða úrslit Mjólkurbikarkeppni KSÍ eftir stórsigur í kvöld gegn Árbæingum.

Leikurinn fór fram í Akraneshöllinni. Káramenn komust yfir strax eftir 8 mínútur þegar Sigurjón Logi Bergþórsson skoraði fyrsta mark leiksins. Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson kom Kára í 2-0 á 14. mínútu, Martein Theódórsson skoraði þriðja markið á 28. mínútu. Þór Llorens Þórðarson skoraði fjórða markið úr aukaspyrnu á 32. mínútu og staðan var 4-0 í hálfleik. 

Marinó Hilmar Ásgeirsson var ekki lengi að bæta við fimmta marki Kára í upphafi síðari hálfleiks, staðan 5-0 eftir 46. mínútur. Hektor Bergmann Garðarsson skoraði sjötta mark heimamanna á 58. mínútu. Sigurður Hrannar Þorsteinsson skoraði tvívegis eftir að hann kom inná sem varamaður um miðjan síðari hálfleik. Hann skoraði á 66. og 83. mínútu. 

Gestirnir skoruðu úr vítaspyrnu undir lok leiksins – lokatölur 8-1 og Káramenn verða í hattinum þegar dregið verður í 32-liða úrslit. 

  • Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
  • Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
  • Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?