Hilmar Veigar Ágústsson vann gull – og silfurverðlaun á Íslandmsóti unglinga í badminton um helgina. Keppt var í TBR húsinu í Reykjavík og voru um 230 keppendur.
Hilmar lék til úrslita í B-flokki í einliða – og tvíliðaleik í -u-19 ára flokki.

Í einliðaleiknum mætti hann Gísla Kristjánssyni sem keppir fyrir Tindastól á Sauðárkróki. Hilmar Veigar hafði betur og fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í þessum flokki.
Gísli og Hilmar Veigar léku síðan saman í tvíliðaleik – þar sem þeir léku til úrslita en þar höfðu þeir Fjalar Þórir Óttarsson og Grímur Freyr Björnsson betur.
- Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
- Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
- Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?