Pílufélag Akraness hélt á dögunum Akranesmeistaramót fyrir 18 ára og yngri – og er þetta í fyrsta sinn félagið heldur meistaramót í þessum aldursflokki.

Keppendum var skipt upp í tvo riðla, og eftir riðlakeppnina var útsláttarkeppni.

Til úrslita léku Arnar Gunnarsson og Haraldur Magnússon, og hafði Arnar betur 3-1. Í leiknum um bronsverðlaunin léku Viktor Sturluson og Hafsteinn Orri Gunnarsson, þar sem að Viktor hafði betur 3-1.

Arnar Gunnarsson er því fyrsti Akranesmeistararinn í U-18 ára flokki Pílufélags Akraness. 

Nánar hér fyrir neðan á fésbókarsíðu félagsins. 

  • Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
  • Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
  • Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?