Nýtt fyrirtæki hefur opnað starfsstöð í nýsköpunarsetrinu Breið. Þetta kemur fram í tilkynningu sem er hér fyrir neðan.
Nýr liðsauki í öflugu nýsköpunarumhverfi

Það er okkur mikil ánægja að tilkynna að COWI hefur gengið til liðs við vaxandi samfélag nýsköpunar og frumkvöðlastarfs í Breið nýsköpunarsetri.
Með komu COWI styrkist fjölbreytileiki og fagþekking innan setursins enn frekar. Þekking þeirra og reynsla mun án efa efla samstarfsmöguleika og nýsköpun innan samfélagsins.
Hluti teymisins sem hefur nú tekið sér aðstöðu í Breið:
- Bergsteinn Metúsalemsson
- Kristján Þór Jónsson
- Hannes Adolf Magnússon
Við bjóðum COWI og teymið þeirra hjartanlega velkomið og hlökkum til að sjá hvernig kraftar þeirra munu nýtast í samstarfi og nýsköpun innan Breiðar.
- Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
- Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
- Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?