Ekkert verður af fyrirhugaðri hvalvertíð á þessu ári samkvæmt frétt sem birt var á vef Ríkisútvarpsins í dag.
Samkvæmt heimildum RÚV hefur Hvalur hf. sagt starfsfólki fyrirtækisins að ekkert verði af vertíðinni á þessu ári.

Í fyrrasumar voru engar hrefnur eða langreyðar veiddar þar sem að leyfi til veiða var ekki gefið út fyrr en hvalveiðitímabilið átti að hefjast.
- Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
- Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
- Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?