Skagamaðurinn Sólon Ívar Símonarson náði góðum árangri á Íslandsmótinu í fitness og vaxtarrækt sem fram fór um s.l. helgi í Hofi á Akureyri. 

Sólin Ívar varð annar í karlaflokki í fitness keppninni þar sem hann keppti gegn þaulreyndum keppendum – en Sólon er að hefja ferilinn á þessu sviði. 

Atli Hrafn Svöluson (nr. 20) var sigurvegari, Sólon Ívar (nr. 23) varð annar og Hreinn Orri Hreinsson (nr. 22) varð þriðji. 

 

  • Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
  • Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
  • Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?