Bæjarráð Akraness hefur samþykkt að óska eftir skammtímaláni hjá Arionbanka fyrir allt að 1 milljarði kr. eða eitt þúsund milljónum kr.

Stefnt er að því að greiða upp lánið í lok ársins 2025.

Í fundargerð bæjarrráðs kemur fram að tekjur vegna gatnagerðar á síðari hluta ársins 2024 séu lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Á næstu mánuðum verða áframhald á viðamiklum framkvæmdum hjá sveitarfélaginu sem staðið hafa yfir undanfarin misseri.

Í lok ársins 2024 tók Akraneskaupstaður langtímalán til ársins 2055 fyrir 3.500 milljónir kr. hjá Íslandsbanka eða 3,5 milljarða. Á sama tíma fékk kaupstaðurinn langtímalán hjá Lánasjóði sveitarfélaga fyrir 1 milljarð kr. eða 1.000 milljónir kr.

Akraneskaupstaður tekur 4,5 milljarða kr. langtímalán

  • Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
  • Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
  • Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?