Akraneskaupstaður óskaði nýverið eftir tilboðum í verkefnið jarðefnatippur – þjónusta.
Þrjú tilboð bárust í verkið og voru þau öll yfir kostnaðaráætlun sem var rétt rúmlega 32 milljónir kr.

Eftirfarandi tilboð bárust:
- Þróttur ehf. 41.900.000 kr.
- Keilir ehf. 38.900.000 kr.
- Gísli Jónsson ehf. 43.244.000 kr.
Skipulags- og umhverfisráð ákvað á fundi sínum að hafna öllum tilboðum þar sem hagstæðasta tilboðið var 20,4% yfir kostnaðaráætlun verksins.
- Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
- Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
- Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?