Nemendur Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í margmiðlun stóðu sig vel í verkefninu „Ungt umhverfisfréttafólk“.
Markmið verkefnisins er að skapa ungmennum vettvang til þess að kynna sér umhverfismál og koma upplýsingum á framfæri á skapandi hátt.

Alls komust 12 verkefni í úrslit keppninnar og voru nemendur úr FVA með þrjú verkefni í úrslitum.
Dómnefndi unga fólksins var á þeirri skoðun að Vapeland verkefnið eftir Víði Þór Vignisson væri það besta.
Verkefnin frá FVA voru eftirfarandi:
- Vapeland – Víðir Þór Vignisson
- Agnir í hafinu – Krista Bríet Ólafsdóttir, Freyja Hrönn Jónssdóttir,
- Endurunnið líf – Helga Rós Ingimarsdóttir og Rakel Sif Stefánsdóttir

- Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
- Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
- Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?