Jón Þór Hauksson, þjálfari karlaliðs ÍA í knattspyrnu, segir að heimavöllur félagsins sé handónýtur – og komin sé tími á að endurnýja undirlagið.
Þetta kemur fram í viðtali á fotbolti.net.

ÍA leikur sinn fyrsta heimaleik í Bestu deildinni á miðvikudaginn í Akraneshölinni en grasið á aðalvellinum er ekki tilbúið.
„Við þurfum bara nýjan völl. Við þurfum nýtt undirlag. Við erum að spila á 70 ára gömlum velli. Það hefur aldrei verið skipt um eitt eða neitt í honum. Hann er handónýtur. Við höfum undanfarin ár verið að gera allt sem við mögulega getum… því miður er ástandið hræðilegt og ekki síst fyrir okkur þar sem við spilum flesta leiki á þessum velli. Vallarmálin á Akranesi eru bara mjög vandræðaleg og leiðinleg, leiðindarmál. Völlurinn er því miður handónýtur. Fyrst hann er ekki tilbúinn núna – við höfum unnið mikið í honum – eftir þennan vetur sem var mjög hagstæður, þá verður hann aldrei tilbúinn á þessum árstíma. Auðvitað er það fúlt að geta ekki spilað þar.“
- Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
- Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
- Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?