Knattspyrnufélag ÍA óskaði nýverið eftir því við Akraneskaupstað að nýtt hljóðkerfi fyrir Akranesvöll yrði keypt.

Í fyrirspurn félagsins kom fram að núverandi hljóðkerfi sé úr sér gengið og komið til ára sinna. 

Skóla- og frístundaráð hafði tekið jákvætt í erindið og vísaði því til afgreiðslu hjá bæjarráði.

Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs þann 22. apríl og þar var beiðninni hafnað. Í bókun ráðsins kemur eftirfarandi fram. 

„Bæjarráð er vel meðvitað um að komið er að endurnýjun búnaðarins en ekki er rými til þessa í samþykktri fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun og erindinu því hafnað.“

  • Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
  • Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
  • Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?