Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2024 var til umræðu á fundi bæjarstjórnar Akraness sem fór fram í gær.

Hægt er að horfa á fundinn hér: 

Þar kom fram að rekstrarniðurstaða samstæðureiknings kaupstaðarins var 4.5 milljónir kr. 

Síðari umræða um ársreikninginn fer fram 13. maí. 

Rekstrarniðurstaða Akraneskaupstaðar, A- og B- hluta, fyrir fjármagnsliði og óreglulega liði, var neikvæð um 154,7 m.kr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir um 28,2 m.kr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu.

Rekstrarniðurstaða samstæðureiknings Akraneskaupstaðar með óreglulegum liðum var jákvæð um 4,5 m.kr. en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir um 2,9 m.kr. jákvæðri rekstrarniðurstöðu.

  • Lykiltölur samstæðu:
  • Fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga:
  • Rekstrarjöfnuður síðustu þriggja ára í m.kr. er um 222,4 en nam um 796,2 m.kr. árið 2023.
  • Skuldaviðmið er 67% en var 52% árið 2023.
  • EBITDA framlegð er 2,13% en var 1,66% árið 2023.
  • Veltufé frá rekstri er 5,73% en var 10,06% árið 2023.
  • Skuldahlutfall (skuldir/rekstrartekjum) er 113% en var 90% árið 2023.
  • Eiginfjárhlutfall er 40% en var 48% árið 2023.
  • Veltufjárhlutfall er 0,95 en var 0,57 árið 2023.

Bæjarstjórn samþykkti að samstæðurreikningi A- og B- hluta Akraneskaupstaðar vegna ársins 2024 verði vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn sem fer fram þann 13. maí næstkomandi.

Fylgiskjöl:

  • Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
  • Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
  • Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?