Skipulags- og umhverfisráð Akraness fjallaði á fundi sínum þann 22. apríl s.l. fyrirhugaðar breytingar á grasslætti fyrir eldra fólk og öryrkja.

Grassláttur fyrir eldri borgara og öryrkja á Akranesi hefur verið til umræðu hjá stjórnsýslunni á Akranesi.  Þar á meðal hefur verið lagt til að vinnuskóli Akraness hætti að bjóða upp á grasslátt fyrir eldri borgara – og öryrkja.

Skipulags- og umhverfisráð fjallaði um tvær tillögur á síðasta fundi sínum og leggur ráðið til að þjónustan verði veitt áfram til þeirra einstaklinga sem eru metnir í þörf fyrir stuðningsþjónustu

Sjá fundargerðina í heild sinni hér fyrir neðan: 

Forsendur breytinganna byggja á þeirri nálgun að áherslur í þjónustu byggi á faglegu mati á stuðningsþörf umsækjenda. Greining á þeim hópi sem fékk stuðning við grasslátt 2024 leiddi í ljós að 22% þeirra 68 einstaklinga voru með staðfest mat á stuðningsþörf. Á grundvelli þessa er talið nauðsynlegt að endurskoða stuðning vegna grassláttar.

Samtal hefur farið fram milli starfsmanna velferðar- og mannréttindasviðs og skipulags- og umhverfissviðs um fyrirhugaðar breytingar og mögulegar lausnir.

Er sameiginleg niðurstaða sviðanna að leggja til tvær neðangreindar tillögur:

  1. Að grassláttur verði einungis í boði fyrir eldra fólk og öryrkja sem eru nú þegar metnir í umfangsmikilli þjónustuþörf á velferðar- og mannréttindasviði. Þeir aðilar munu því einungis eiga þess kost að sækja um þjónustuna með símtali til þjónustuvers. Skipulags- og umhverfissvið mun samhliða gera breytingar á gjaldskrá vegna grassláttar sem kynnt verður sérstaklega.
  1. Að þjónusta við grasslátt verði hætt af hálfu sveitarfélagsins og íbúum bent á að leita til aðila sem veita slíka þjónustu.

Óskað er eftir formlegri afstöðu ráðanna til ofangreindra tillagna.

Velferðar- og mannréttindaráð telur mikilvægt að þjónustan sé veitt til þeirra einstaklinga sem eru metnir í þörf fyrir stuðningsþjónustu og er fylgjandi tillögu eitt.

  • Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
  • Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
  • Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?