Kvennalið ÍA í knattspyrnu hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir tímabilið í Lengjudeildinni – næst efstu deild Íslandsmótsins.
Sigrún Eva Sigurðardóttir er komin á ný til uppeldisfélagsins eftir að hafa leikið með Aftureldingu í Mosfellsbæ undanfarin ár.

Sigrún Eva er fædd árið 2002 en hún hefur mikla reynslu í meistaraflokki og á yfir 120 leiki í efstu – og næst efstu deild. Sigrún Eva hefur leikið með yngri landsliðum Íslands.
Í tilkynningu frá ÍA kemur eftirfarandi fram:
„Það er mikill fengur fyrir hópinn að fá Sigrúnu, við væntum mikils af henni og erum erum spennt að sjá hana í gulu treyjunni á ný! Velkomin heim Sigrún Eva.“
- Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
- Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
- Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?