Einar Margeir Ágústsson, sundmaður úr Sundfélagi Akraness, hefur verið valinn til þátttöku á Smáþjóðaleikunum sem fram fara í Andorra dagana 26.–31. maí.
Sundsamband Íslands hefur valið 20 sundmenn til keppni að þessu sinni. Þetta kemur fram í tilkynningu.
Liðið heldur utan þann 21. maí og mun æfa í Andorra fram að móti til að aðlagast hæðinni og þynnra loftinu sem þar ríkir.

Það verður annasamt sumar hjá Einari á alþjóðlegum vettvangi. Dagana 27.–29. júní keppir hann á Evrópumeistaramótinu U23 í 50 metra laug, sem haldið verður í Slóvakíu.
Þann 18. júlí heldur hann síðan til Singapúr í æfingabúðir og tekur þar þátt í Heimsmeistaramóti fullorðinna, sem fer fram í 50 metra laug dagana 27. júlí til 3. ágúst.
- Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
- Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
- Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?