Guðbjarni Sigþórsson, sundmaður frá Akranesi, stóð sig vel í fyrsta verkefninu með íslenska landsliðinu í sundi.
Hann keppti á Taastrup Open í Danmörku og sigraði Skagamaðurinn í 50 metra skriðsundi á 24,13 sek. Í 200 metra skriðsundi varð hann þriðji á 1:59, 45 mín.

Hann var í sigursveit Íslands í 4×100 metra skriðsundsboðsundi, þar sem íslenska liðið sigraði og tryggði sér gullverðlaun. Þar synti Guðbjarni fyrsta sprettinn af alls fjórum.
Alls tóku 18 sundmenn þátt, frá sex félögum: Breiðabliki, SH, ÍRB, ÍA, Ægi og Ármanni.
- Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
- Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
- Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?