Guðlaugur Þór Þórðarson, lék sinn besta hring frá upphafi á Unglingamótaröð GSÍ, sem fram fór á Garðavelli nýverið.
Aðstæður voru allar hinar bestu, frábært veður, og efnilegustu kylfingar landsins kunnu vel við sig á Garðavelli.

„Gulli“ blandaði sér í baráttuna um sigurinn á lokahringnum í flokki 15-18 ára pilta. Þar lék hann á 68 höggum eða 3 höggum undir pari vallar.
Guðjón Frans Halldórsson og Gunnar Þór Heimisson, báðir úr GKG, léku bráðabana um sigurinn en þeir voru 2 höggum betri en Gulli. Guðjón Frans hafði betur í bráðabananum og fagnaði sigri.
- Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
- Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
- Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?