Golfklúbburinn Leynir hélt Opna Norðurálsmótið í gær, laugardaginn 24. maí. Þátttakan var góð og Garðavöllur er í flottu ástandi fyrir golfsumarið 2025. 

Arnar Gunnarsson úr Golfklúbbnum Leyni sigraði í 1. flokki í punktakeppni en Arnar sigraði nýverið á Akranesmeistaramóti unglinga í pílu.  Sjá hér: 

Theodór Guðlaugsson Clothier, sem er einnig ungur og efnilegur kylfingur úr Leyni, sigraði í punktakeppni í 2. flokki. 

Afrekskylfingar úr Leyni, Kári Kristvinsson og Tristan Freyr Traustason léku á besta skorinu en Kári hafði betur á einu höggi undir pari vallar eða 71 högg. 

Eins og áður hefur komið fram á Skagafréttir.is fór Viktor Logi Björnsson úr Leyni holu í höggi á 14. braut. – sjá hér

Úrslit mótsins eru á þessa leið:

Fyrsti flokkur:

1. Arnar Gunnarsson 40 punktar (L9)
2. Arnór Tumi Finnsson 40 punktar
3. Gísli Borgþórsson 39 punktar

Annar flokkur:

1. Theodór Guðlaugsson Clothier 43 punktar
2. Þröstur Vilhjálmsson 41 punktar (L9)
3. Oddur Pétur Ottesen 41 punktar (L9)

Bestu skor án forgjafar: 

Kári Kristvinsson 71 högg
Tristan Freyr Traustason 74 högg
Hlynur Jóhannsson 75 högg

Nándarmælingar:

Hola 3, Finnur Ingólfsson 42 cm
Hola 8, Birgir Arnar Birgisson 2,67 m
Hola 14, Viktor Logi Björnsson HOLA Í HÖGGI 0,0
Hola 18, Dóra Björk Scott 1,82 m

  • Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
  • Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
  • Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?