Viktor Logi Björnsson sló draumahöggið á Garðavelli í gær þegar Opna Norðurálsmótið fór fram.
Viktor, sem er 14 ára, sló boltann í holuna eftir upphafshöggið á 14. braut af um 170 metra færi með 5-járni.

Viktor er þar með félagi í Einherjaklúbb Íslands. Viðtal við Viktor er hér neðst í fréttinni.
Það geta ekki allir verið Einherjar og það sýnir tölfræðin glögglega.
Árlega eru innan við 1% kylfinga sem ná þessum áfanga eða rétt um 130 kylfingar árlega.
Samkvæmt tölfræðivef Einherjaklúbbsins er Viktor sá fjórði í röðinni sem slær draumahöggið á 14. braut. Þau eru:
- Helga Ingibjörg Reynisdóttir 27. ágúst 2011
- Jón Smári Svavarsson 11. júlí 2020.
- Vala María Sturludóttir 21. júlí 2021.
- Jóhannes Karl Guðjónsson, fyrrum þjálfari karlaliðs ÍA í knattspyrnu var sá fyrsti sem fór holu í höggi á 14. braut en það afrek hefur ekki verið skráð á tölfræðivef Einherjaklúbbsins.
- Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
- Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
- Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?