Karlalið ÍA vann mikilvægan sigur gegn KR í kvöld í Bestu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu.  Ísak Máni Guðjónsson skoraði eina mark leiksins á 70. mínútu en leikmaðurinn efnilegi kom inn á sem varamaður einni mínútu fyrr. 

Þetta var annar sigur ÍA í síðustu þremur leikjum en Lárus Orri Sigurðsson hefur landað tveimur sigurleikjum frá því hann tók við sem þjálfari liðsins. 

ÍA er í næst neðsta sæti með 15 stig eftir 15 umferðir, en KA er í neðsta sætinum einnig með 15 stig. KR-ingar er um eð 16 stig en FH, Afturelding ÍBV eru þar fyrir ofan með 18 stig. 

ÍA sækir KA heim laugardaginn 17. júlí í 16. umferð en sá leikur fer fram á Akureyri og hefst kl. 16.00.