Körfuknattleiksfélag ÍA hefur ráðið Friðrik Hrafn Jóhannsson inn í þjálfarateymi félagsins.
Friðrik Hrafn var áður í þjálfarateymi Tindastóls á Sauðárkróki þar sem hann var aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla ásamt því að þjálfa líka yngri flokka Tindastóls.

Einnig hefur Friðrik verið aðstoðarþjálfari u15, u16 og u18 landslið Íslands.
Hjá ÍA mun Friðrik Hrafn vera aðstoðarþjálfari meistaraflokks og þjálfari yngri flokka og einnig verkefnastjóri félagsins.
- Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
- Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
- Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?