Kvennalið ÍA í knattspyrnu heldur sigurgöngu sinni áfram í næst efstu deild Íslandsmótsins. 

ÍA lagði KR, 2-1, á útivelli í fyrrakvöld – og var þetta þriðji sigur liðsins í röð. Áður hafði ÍA sigrað Aftureldingu 2-1 á útivelli og Fylki á heimavelli 4-3. 

Mynd frá fb. síðu KFÍA /Jón Gautur Hannessson 

ÍA er í 6. sæti deildarinnar með 4 sigra, 3 jafntefli og 4 tapleiki, alls 15 stig.

Næsti leikur ÍA er gegn Grindavík/Njarðvík í Akraneshöllinni fimmtudaginn 24. júlí. 

  • Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
  • Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
  • Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?