Sóknarnefnd Akraneskirkju hefur samþykkt að hætta starfsemi Útfararþjónusta Akraneskirkju frá og með 1.ágúst 2025. Þetta kemur fram í tilkynningu sem er í heild sinni hér fyrir neðan. 

Útfararþjónusta Borgarfjarðar og Stranda hefur fest kaup á lausamunnum frá Útfararþjónustu Akraneskirkju og mun frá og með 1. ágúst veita þjónustu hér á Akranesi.

„Sóknarnefnd Akraneskirkju hefur samþykkt að hætta starfsemi Útfararþjónusta Akraneskirkju frá og með 1.ágúst 2025.

Starfsemi Útfararþjónustunnar hefur vaxið mjög undanfarin ár, Akraneskirkja er eini söfnuður landsins sem rekið hefur útfararþjónustu undanfarna áratugi og ljóst er að fyrirtækjarekstur samræmist illa grundvallarhlutverki safnaðarins. Mikil umsvif útfararþjónustu hafa tekið sífellt meira pláss og ákvörðunin er tekin til að gefa kirkjustarfi og þjónustu Kirkjugarðsins það rými í sem æskilegt er.

Rétt er að taka fram að einungis er um að ræða starfsemi útfararþjónustunnar, það er undirbúningur og skipulagning útfara, þjónusta presta og starfsfólks kirkjunnar við útfarir frá Akraneskirkju og erfidrykkjur í Vinaminni helst óbreytt og eins þjónusta Kirkjugarðsins.

Útfararþjónusta Borgarfjarðar og Stranda hefur fest kaup á lausamunnum frá Útfararþjónustu Akraneskirkju og mun frá og með 1. ágúst veita þjónustu hér á Akranesi. Þau munu leggja sig fram um að veita góða þjónustu við samfélagið hér á Akranesi eins og Útfararþjónusta Akraneskirkju hefur lagt sig fram um hingað til.“

  • Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
  • Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
  • Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?