Karlalið Golfklúbbsins Leynis var hársbreidd frá því að komast upp í deild þeirra bestu á Íslandsmóti golfklúbba 2025 í 2. deild.
Leynir keppti ásamt 7 öðrum golfklúbbum í 2. deild sem fram fór á Selsvelli á Flúðum í síðustu viku.

Frá vinstri: Guðlaugur Þór Þórðarson, Björn Viktor Viktorsso, Kári Kristivinsson, Kristvin Bjarnason, Tristan Freyr Traustason, Nói Claxton, Viktor Ingi Einarsson og Birkir Þór Baldursson íþróttastjóri Leynis.
Leynir keppti um sigurinn í deildinni gegn Golfklúbbi Bolungarvíkur í úrslitaleiknum. Þar höfðu Bolvíkingar betur 3-2.
Heildarúrslit mótsins eru hér:
Í riðlakeppninni sigraði Leynir lið Esju 4-1, jafntefli 2,5-2,5, varð niðurstaðan gegn Nesklúbbnum, og í lokaumferð riðlakeppninnar tapaði Leynir gegn Oddi 3-2.
Í undanúrslitum sigraði Leynir lið Setbergs örugglega, 4,5-0,5.
Í úrslitaleiknum hafði GBO betur 3-2 gegn Leyni.
Lið Leynis var þannig skipað: Guðlaugur Þór Þórðarson, Björn Viktor Viktorsso, Kári Kristivinsson, Kristvin Bjarnason, Tristan Freyr Traustason, Nói Claxton, Viktor Ingi Einarsson og Birkir Þór Baldursson íþróttastjóri Leynis.
Viktor Ingi gekk í raðir Leynis fyrir skemmstu en hann hefur leikið fyrir Golfklúbb Reykjavíkur undanfarin ár – og Björn Viktor hefur æft og keppt fyrir GR undanfarna mánuði en hann hefur verið Leynismaður frá unga aldri.
1. Golfklúbbur Bolungarvíkur
2. Golfklúbburinn Leynir
3. Golfklúbbur Setbergs
4. Nesklúbburinn
5. Golfklúbburinn Esja
6. Golfklúbburinn Oddur
7. Golfklúbbur Kiðjabergs
8. Golfklúbbur Fjallabyggðar
- Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
- Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
- Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?