Kvennalið Leynis náði góðum árangri á Íslandsmóti golfklúbba 2025 í 2. deild sem fram fór í síðustu viku á Garðavelli á Akranesi. 

Alls tóku 10 golfklúbbar þátt og endaði Leynir í þriðja sæti. 

Á fyrsta keppnisdegi var leikinn höggleikur þar sem Leynir endaði í þriðja sæti. 

Í holukeppnishlutanum fóru leikir Leynis þannig: 
Leynir – Golfklúbbur Hornafjarðar: 2-1.
Leynir – Setberg: 1-2.

Leynir mætti Golfklúbbi Borgarness í leiknum um þriðja sætið þar sem að Leynir hafði betur 2,5-0,5. 

1. Golfklúbburinn Setberg
2. Golfklúbbur Fjallabyggðar
3. Golfklúbburinn Leynir
4. Golfklúbbur Borgarness
5. Golfklúbburinn Esja
6. Golfklúbbur Hornafjarðar
7. Golfklúbbur Vatnsleysustrandar
8. Nesklúbburinn
9. Golfklúbbur Álftaness
10. Golfklúbbur Þorlákshafnar

  • Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
  • Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
  • Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?