Klifurfélag ÍA mun fá framtíðaraðstöðu fyrir starfsemi félagsins í íþróttahúsinu við Vesturgötu.
Félagið er með aðstöðu í leiguhúsnæði við Smiðjuvelli en í haust fær félagið nýja aðstöðu.

Í fundargerð bæjarráðs kemur fram að markmið Akraneskaupstaðar er að leitast við að starfsemi aðildarfélaga Íþróttabandalags Akraness geti farið fram í í íþróttamannvirkjum kaupstaðarins.
Ekki er gert ráð fyrir aukakostnaði fyrir Akraneskaupstað við flutninginn.
Aðstaða Klifurfélags ÍA verður á vegg sem er næstur innganginum í íþróttahúsið við Vesturgötu eða suðurenda hússins.
Badmintonfélag Akraness missir einn af alls sjö keppnisvöllum í húsinu við þessa framkvæmd – en félagið var haft með í ráðum með þessa breytingu.
- Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
- Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
- Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?