Káramenn hafa barist við mótvind á keppnistímabilinu á Íslandsmótinu í 2. deild karla í knattspyrnu.
Áföll liðsins eru smávægileg miðað við það verkefni sem Rakel Irma og fjölskylda hennar fékk í vor þegar hún greindist með krabbamein.

Rakel Irma hefur farið í meðferð erlendis – og ætla Káramenn að styðja við bakið á henni og fjölskyldunni n.k. sunnudag þegar liðið mætir KFG í Akraneshöllinni. Leikurinn hefst kl. 14:00.
Allur ágóði af leiknum rennur óskiptur til Rakelar Irmu.
Einstaklingar og fyrirtæki geta styrkt beint með því að fara inn á leikjasíðu Kára á Stubb – nánar hér.
- Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
- Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
- Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?