Kraftlyftingafélag ÍA hefur á undanförnum misserum verið með aðstöðu til æfinga í bráðabirgða húsnæði á meðan unnnið var að endurbótum á íþróttahúsinu við Vesturgötu.  

Á næstunni mun félagið fá aðstöðu til framtíðar í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Þetta kemur fram í fundargerð skóla – og frístundaráðs Akraness. 

Forstöðumaður íþróttamannvirkja mun á næstunni finna starfsemi félagsins hentugt rými í íþróttahúsinu við Vesturgötu – í samráði við fulltrúa kraftlyftingafélagsins. 



  • Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
  • Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
  • Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?