Langtímaveikindi starfsmanna hjá Akraneskaupstað eru töluverð. 

Á fyrstu 6 mánuðum ársins 2025 er kostnaður vegna afleysinga um 60 milljónir kr. 

Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Akraness. 

Til samanburðar var úthlutað 77,7 milljónum kr. alls á árinu 2024 vegna afleysingakostnaður vegna langtímaveikinda starfsmanna.

Á árinu 2023 var úthlutað 88,6 milljónum kr. 

Árið 2017 var þessi upphæð 44,2 milljónir, 67 milljónir kr. árið 2018 og 78 milljónir kr. árið 2019.

  • Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
  • Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
  • Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?