Fjöldi frumkvöðla og aðilar frá ýmsum stofnunum komu saman í dag í Breið nýsköpunarsetri á Akranesi – til þess að ræða hugmynd að stofnun þörungakjarna á Breið.

Þetta kemur fram í tilkynningu.

Á myndinni má sjá hluta hópsins eða þau Bjarna G. Bjarnason og Gest Ólafsson frá Hyndlu, Rósu Jónsdóttur og Jónas R. Viðarsson frá Matís, Maríu Guðjónsdóttur og Maonan Xi frá Háskóla Íslands, Alexander Schepsky frá Gleipni, Berg Benediktsson og Þórð Bergsson frá North Marine, Ragnheiði Þórarinsdóttur og Hjálmar Skaprhéðinsson frá Landbúnaðarháskólanum, Sigríði Kristinsdóttur frá Sedna biopack, Söru Harðardóttur frá Hafrannsóknarstofnun og Gísla Gíslason og Valdísi Fjölnisdóttur frá Breið þróunarfélagi.

  • Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
  • Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
  • Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?