Pílufélag Akraness sendi tvö lið til kepnpi á Íslandsmóti félagsliða sem fram fór um s.l. helgi í Reykjavík.
Guðjón Freyr Eiðsson og Kristinn Hjartarson komust í 16-manna úrslit í tvímenningskeppninni. Þetta var í fyrsta sinn sem þeir keppa á Íslandsmóti.

Gunnar H. Ólafsson náði bestum árangri í einstaklingskeppninni en hann féll úr leik í 8-manna úrslitum í oddaleik.

- Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
- Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
- Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?