Keppendur á Meistaramóti Leynis og Skipavík í Stykkishólmi tóku þátt í því að styðja við gott málefni þegar mótið fór fram um miðjan júlí s.l.
Fyrir hvern fugl sem keppendur fengu í mótinu lagði Skipavík 500 kr. og keppendur tóku einnig þátt með framlögum.

Í ár fór „Fuglasöfnun“ meistaramótsins óskipt til foreldranna Önnu Guðrúnar Sigurðardóttur og Egils Finnbogasonar. Hjónin eru búsett á Akranesi og eru að takast á við við erfitt og krefjandi verkefni þar sem sonur þeirra Óliver Sigurbogi, tveggja ára, er að berjast við krabbamein.
Fuglasöfnunin gekk virkilega vel og þakkar Golfklúbburinn Leynir félagsmönnum og Skipavík fyrir gott framtak.
Meðfylgjandi mynd var tekin þegar þegar Hróðmar Halldórsson formaður Leynis afhenti fjölskyldunni styrkinn nú nýverið.
- Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
- Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
- Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?