Karlalið ÍA er í erfiðri stöðu á botni Bestu deildarinnar í knattspyrnu þegar tvær umferðir eru eftir af fyrri hluta Íslandsmótsins.
ÍA tapaði 2-0 á útivelli gegn ÍBV í Vestmannaeyjum í gær. Mörkin úr leiknum eru aðgengileg hér fyrir neðan.

ÍA er í neðsta sæti með 16 stig eftir 20 leiki en liðið mætir Breiðabliki á fimmtudaginn og Aftureldingu á heimavelli mánudaginn 15. september.
Að loknum 22 umferðum er deildinni skipt upp í efri og neðri hluta. Ljóst er að ÍA verður á meðal þeirra 6 liða sem leika þar. Tvö neðstu liðin falla í Lengjudeildina.

- Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
- Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
- Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?