Fjórir leikmenn sem koma úr röðum ÍA voru valdir í U19 ára landslið Íslands í knattspyrnu sem tekur þátt á æfingamóti í Slóveníu á næstunni.
Ísland mætir þar Aserbaídsjan, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Kasakstan.

Arnór Valur Ágústsson, Jón Sölvi Símonarson og Styrmir Jóhann Ellertsson voru valdir í hópinn en þeir eru leikmenn ÍA. Daníel Ingi Jóhannesson, fyrrum leikmaður ÍA, er einnig í hópnum en hann er samningsbundinn FC Nordsjælland í Danmörku.
Liðið er þannig skipað:
- Arnór Valur Ágústsson – ÍA
- Daníel Ingi Jóhannesson – FC Nordsjælland
- Davíð Helgi Arnórsson – Njarðvík
- Egill Orri Arnarsson – FC Midtjylland
- Einar Freyr Halldórsson – Þór
- Freysteinn Ingi Guðnason – Njarðvík
- Gabríel Snær Hallsson – Breiðablik
- Gunnar Orri Olsen – FC Köbenhavn
- Gylfi Berg Snæhólm – Breiðablik
- Jakob Gunnar Sigurðsson – Lyngby Boldklub
- Jón Sölvi Símonarson – ÍA
- Jónatan Guðni Arnarsson – IFK Norrköping
- Karl Ágúst Karlsson – HK
- *Kolbeinn Nói Guðbergsson – Þróttur R.
- Mikael Breki Þórðarson – KA
- Óskar Arnór Morales Einarsson – Esbjerg fB
- *Sölvi Snær Ásgeirsson – LASK
- Styrmir Jóhann Ellertsson – ÍA
- Tómas Óli Kristjánsson – AGF
- Viktor Bjarki Daðason – FC Köbenhavn
- Viktor Nói Viðarsson – K.A.A. Gent
- Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
- Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
- Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?