Nýverið auglýsti Akraneskaupstaður eftir tilboðum í byggingarétt á Sementsreitnum útboð á byggingarrétti á þremur svæðum á reitnum – með byggingum fyrir alls 66 íbúðir, alls 8000 fermetra, 1.450 fermetra rými fyrir verslun og þjónustu og rúmlega 3000 fermetra bílageymslu.
Frestur til að skila inn tilboði rann út í lok ágúst. Í fundargerð umhverfis – og skipulagsráðs kemur fram að ekkert tilboð barst að þessu sinni.

Í auglýsingu Akraneskaupstaðar um byggingareitinn kom eftifarandi fram:
„Um er að ræða einstaka staðsetningu í nálægð við Langasand, höfnina og gamla miðbæinn. Svæðið er hluti af stefnumótandi þróun í bænum þar sem lögð er áhersla á fjölbreytta byggð og öflugt samfélag.
- Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
- Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
- Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?