Nýverið voru tilboð í gatnagerð og veitulagnir fyrir Akraneskaupstað opnuð vegna vesturhluta Sementsreitar.
Í þessu verkefni eru einnig lagnir fyrir Veitur, Mílu og g Ljósleiðarann.

Tvö tilboð bárust en kostnaðaráætlun Akraneskaupstaðar hljóðaði upp á rúmlega 401 milljón kr.
Þróttur ehf. bauð rúmlega 298 milljónir kr. sem er um 28% undir kostnaðaráætlun.
Fagurverk ehf. bauð tæplega 384 milljónir kr. sem er 4% undir kostnaðaráætlun.
Skipulags- og umhverfisráð hefur samþykkt að til að gengið verði til samninga við Þrótt ehf.
- Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
- Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
- Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?