Frábær 3-0 sigur Skagamanna gegn liði Breiðabliks í Bestu deild karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu í kvöld gefur Akurnesingum von um að halda sæti sínu í efstu deild á næsta tímabili.
Með sigrinum er ÍA með 19 stig í neðsta sæti deildarinnar en þar fyrir ofan eru Afturelding með 21 stig og KR með 24 stig. Tvö neðstu liðin falla.

Ein umferð er eftir af deildarkeppninni áður en deildinni verður skipt upp í tvo hluta, þar sem að sex efstu liðin leika eina umferð gegn hvort öðru, og sex neðstu liðin leika gegn hvort öðru.
Ómar Stefánsson skoraði fyrsta mark ÍA á 12. mínútu, Gísli Laxdal bætti við öðru marki á 37. mínútu. Steinar Þorsteinsson gulltryggði 3-0 sigur með marki rétt fyrir leikslok.
Myndasyrpa frá Skagafréttum er væntanlegt.
Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan.
- Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
- Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
- Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?