Fjórir leikmenn úr röðum ÍA tóku þátt á æfingamóti með U19 ára landsliði Íslands í knattspyrnu sem fram fór í Slóveníu.
Þar að auki var Skagamaðurinn Teitur Pétursson liðsstjóri.

Ísland sigraði Kasakstan 4-1 þar sem að Daníel Ingi Jóhannesson skoraði eitt marka Íslands – en hann leikur sem atvinnumaður með FC Nordsjælland í Danmörku.
Ísland sigraði Sameinuðu arabísku furstadæmin 2-1 þar sem að Daníel Ingi skoraði fyrir Ísland.
Aserbaídsjan sigraði Ísland í fyrsta leik mótsins 2-1.

Frá vinstri: Arnór Valur Ágústsson, Daníel Ingi Jóhannesson, Teitur Pétursson, Jón Sölvi Símonarson og Styrmir Jóhann Ellertsson.
- Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
- Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
- Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?