Skagakonan Drífa Harðardóttir heldur áfram að safna titlum í badmintoníþróttinni en hún fagnaði þremur heimsmeistaratitlum um liðna helgi.

Drífa keppti á Heimsmeistaramóti eldri leikmanna sem fram fór í Tælandi.

Hún var eini keppandinn frá Íslandi að þessu sinni – en Drífa hefur ávallt keppt undir merkjum ÍA þrátt fyrir að vera búsett í Danmörku. 

Hún fagnaði gullverðlaunum í einliðaleik í +45 ára flokki kvenna þar sem hún sigraði Dominiku Guzik-Pluchowska frá Póllandi 11-21, 22-20 og 21-16.
Drífa keppti í tvíliðaleik í flokki +40 ára með Gry Uhrenholt Hermansen frá Danmörku – og þau sigruðu mótherja sína frá Rúmeníu 21-15 og 22-20. 

Í tvenndarleik keppti Drífa með Gregers Schytt frá Danmörku. Mótherjar þeirra voru frá Japan. Drífa fagnaði þar sigri með Schytt  21-18 og 21-18.

 

Þess má geta að Drífa er einnig þrefaldur Evrópumeistari í flokki eldri leikmanna í badminton.

  • Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
  • Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
  • Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?