Sundfélag Akraness óskaði nýverið eftir styrk frá Akraneskaupstað fyrir kaupum á tímatökubúnaði sem félagið fjárfesti í fyrr á þessu ári.
Á fundi skóla – og frístundaráðs nýverið var málið tekið fyrir og niðurstaðan er að félagið fær ekki styrk.

Í rökstuðningi ráðsins sem er hér fyrir neðan kemur eftirfarandi fram:
Í viðauka við þjónustusamning milli Akraneskaupstaðar og Íþróttabandalags Akraness (ÍA) sem samþykktur var í september 2023 kemur fram að: Stefna Akraneskaupstaðar er að allur fastabúnaður sem fylgir íþróttamannvirkjum kaupstaðarins verði í eigu Akraneskaupstaðar og þar með á forræði forstöðumanns íþróttamannvirkja- og íþróttamála.
Með þeim undantekningum að sérstakir samningar hafa verið gerðir við ákveðin aðildarfélög ÍA um rekstur einstakra íþróttamannvirkja. Til almenns búnaðar telst allur búnaður til iðkunar skólaíþrótta, sem og allur fastur búnaður í íþróttahúsum og sundlaugum. Sé búnaður eingöngu til notkunar fyrir einstök íþróttafélög (og öðrum óheimil notkun) telst hann sértækur búnaður og því á forræði íþróttafélaga. Forræði þýðir fjármögnun, viðhald og endurnýjun.
Með vísan í ofangreint getur skóla- og frístundaráð ekki orðið við styrkbeiðni Sundfélags Akraness.
- Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
- Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
- Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?