Karlalið ÍA sigraði í dag lið Aftureldingar úr Mosfellsbæ í Bestu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Leikurinn fór fram á Akranesvelli þar sem að Skagamenn skoruðu 3 mörk gegn 1 marki Aftureldingar. 

Ómar Björn Stefánsson skoraði tvívegis fyrir ÍA og Viktor Jónsson skoraði einnig fyrir Skagamenn. 

Með sigrinum þokaði ÍA sér úr neðsta sæti deildarinnar og hafði sætaskipti við Aftureldingu. Þetta var annar sigurleikur ÍA í röð. 

Framundan eru fimm leikir í neðri hluta Bestu deildarinnar. 

Þar eru 15 stig í pottinum og með góðum árangri í þeim leikjum geta Skagamenn bjargað sér frá falli. 

Framundan er mikil barátta þar sem að Skagamenn leika þrjá leiki á útivelli á Ísafirði, Akureyri og í Vestmannaeyjum. ÍA fær heimaleik gegn KR og í lokaumferðinni mætast ÍA og Afturelding á Akranesi. 

Næstu leikir ÍA eru: 

Sunnudagur 21. september: Vestri – ÍA 
Sunnudagur 28. september: ÍA – KR
Laugardagur 4. október: KA – ÍA 
Mánudagur 20. október ÍBV – ÍA 
Laugardagur 25. október ÍA – Afturelding 

 

  • Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
  • Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
  • Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?