Skipulags – og umhverfisráð hefur synjað ósk um að breyta verslunarhúsnæði á jarðhæð á Skólabraut 26 í íbúðarhúsnæði. Þetta er í annað sinn sem málið er tekið fyrir hjá ráðinu og niðurstaðan er sú sama og áður. 

Heimir Bergmann fyrir hönd Eignaberg ehf. sendi inn fyrirspurn um breytinguna en í húsnæðinu var áður fasteignasala. 

Í bókun ráðsins kemur einnig fram að breytingar á innra skipulagi hússins krefjast byggingarheimildar.

Þetta er í annað sinn á þessu ári þar sem að ósk um að breyta verslunarými við Skólabraut í íbúðir eða gistiheimili hefur verið hafnað af Akraneskaupstað. 

Í febrúar óskaði eigandi að húsinu við Kirkjubraut 4-6 eftir leyfi til þess að breyta húsnæðinu í gistiheimili. Jarðhæðin við Kirkjubraut 4-6 er í eigu Daníels Daníelssonar – en þar var Nína verslun til húsa þar til verslunin flutti í nýrra húsnæði við Kirkjubraut 12 í mars 2019. Húsnæðið er ekki í notkun. Nánar hér: