KALMAN – tónlistarfélag Akraness hefur á undanförnum árum kryddað menningarlífið á Akranesi með öflugum viðburðum. 

Fyrsti viðburður KALMAN á þessu hausti verður fimmtudaginn 25. september – þar sem að Halli Guðmunds og Club Cubano verða í aðalhlutverki – og flytja þeir tónlist af plötu sinni „Live at Mengi“.

Haraldur Ægir Guðmundsson, eða „Halli Guðmunds“ er mörgum Skagamönnum kunnur en hann bjó á Akranesi um tíma og hóf sinni atvinnutónlistarferil hér á Skaganum.

Halli hefur gefið út 11 plötur og unnið í mismunandi stílum tónlistar, popp/rokk með Groundfloor, jazzi, funki og undanfarið í latin tónlist suður ameriku.

Árið 2023 kom út platan „Tango for One“, þar sem Halli skoðaði bossanova tónlist og nú í ár kom út Club Cubano – Live at Mengi þar sem kúbanskir og kólumbískir rythmar eru í forgrunni.

Halli er bassaleikari og höfundur tónlistarinnar en með honum koma fram Jóel Pálsson á tenor/sopran sax, Hilmar Jensson á rafgítar, Matthías Hemstock á trommur, Kristofer Rodriguez á slagverk og Daniel Helgason á tres gítar og orgel, en hann er einnig listrænn stjórnandi verkefnisins.

Boðið verður upp á veitingar í hléi.

Miðaverð er kr. 4.000 og kr. 3.500 fyrir Kalmansvini.

Miðasala er við innganginn.

Allir velkomnir!