Karlalið ÍA heldur áfram sigurgöngu sinni í neðri hluta Bestu deildar Íslandsmótsins. Í gær sigraði ÍA lið KR 3-2 á heimavelli við bestu aðstæður og rúmlega 1.600 áhorfendur mættu á leikinn.
Þetta var fjórði sigurleikur ÍA í röð.

Marko Vardic kom ÍA yfir á 36. mínútu með hælspyrnu – KR jafnaði metinn úr vítaspyrnu á 53. mínútu.
Fyrirliðinn Viktor Jónsson kom ÍA yfir á ný með góðum skalla á 82. mínútu. Viktor lagði síðan upp þriðja markið þremur mínútum síðar þegar hann gaf á Gísla Laxdal Unnarsson sem skoraði af öryggi.
KR-ingar minnkuðu muninn rétt fyrir leikslok – lokaúrslit 3-2.
Með sigrinum er ÍA með 28 stig í þriðja neðsta sæti en KR og Afturelding eru í fallsætunum tveimur með 24 og 22 stig.
ÍA á þrjá leiki eftir í deildarkeppninni:
Laugardagur 4. október: ÍBV – ÍA
Mánudagur 20. október KA – ÍA
Laugardagur 25. október ÍA – Afturelding

- Skagafréttir hafa á undanförnum átta árum beint kastljósinu að mannlífinu á Akranesi og flutt mörg þúsund fréttir af Skagamönnum nær og fjær.
- Bæjarfréttamiðill sem er opinn fyrir alla er ekki sjálfsagður hlutur.
- Hefur þú tök á því að styðja við bakið á fréttamiðlinum okkar?