Skagamenn fá Álftanes í heimsókn í fjórðu umferð Bónusdeildarinnar á Íslandsmóti karla í körfuknattleik – og fer leikurinn fram föstudaginn 24. október.
Leikurinn fer fram í íþróttahúsinu við Vesturgötu og verður þetta þriðji „kveðjuleikur ÍA“ í röð í því húsi.

Forsvarsmenn Körfuknattleiksfélags Akraness lofa því að félagið geti flutt starf sitt í nýtt íþróttahús við Jaðarsbakka, AVAIR-höllina, um næstu helgi.
Skagamenn eru með einn sigur og tvö töp eftir fyrstu þrjár umferðirnar Álftanes er með tvo sigra og eitt tap.
ÍA og Álftanes hafa aldrei áður mæst í efstu deild Íslandsmótsins í körfuknattleik.
