World Class og World Fit Ægir mun opna laugardaginn 25. október á Akranesi.
Á undanförnum vikum hafa margir aðilar lagt mikið á sig við breytingar á gamla íþróttahúsinu við Jaðarsbakka og enn er töluverð vinna eftir. Helgi Arnar Jónsson og Gerald Brimir Einarsson verða í stóru hlutverki í nýju líkamsræktarstöðinni en þeir sjá um daglegan rekstur.

Helgi Arnar og Gerald Brimir hafa rekið Ægir Gym á Akranesi undanfarin ár og mun fyrirtæki þeirra breytast í World Fit Ægi við flutninginn.
„Nýr tækjasalur og World Fit Ægir opna á laugardaginn á „gamla íþróttagólfinu“ við Jaðarsbakka. Efri hæðin, þar sem að gamla líkamsræktin var áður, og tveir salir sem þar eru verða opnaðir síðar. Í þess svæði verða „heitur salur“ og Pilates. Það er ekki komin endanleg tímasetning á þá opnun,“ segja þeir félagar við Skagafréttir.
Það verður margt í boði í World Class og World Fit Ægir.
„Fyrstu vikurnar verður boðið upp á einkaþjálfun í tækjasal, og hópatímum sem World Fit Ægir mun sjá um. Þar verða skipulagðir styrktar og úthaldstímar, sérhæfðir tímar í ólympískum lyftingum og kraftlyftingum, tímar fyrir verðandi og ný bakaðar mæður, eldri borgara æfingar og hóptímar fyrir krakka og unglinga. Við hlöllum mikið til að opna og mætum með þjálfararteymið okkar úr Ægi, og þar að auki verða einkaþjálfarar í tækjasalnum. Þegar efri hæðin opnar þá bætast fleiri þjálfarar við.“