Skagamenn sigruðu Álftanes 76:74 í kvöld þegar liðin áttust við í Bónus deild karla í efstu deild Íslandsmótsins í körfuknattleik.
Minningar um frábæran sigur er það sem liðið gaf stuðningsmönnum í kveðjuleiknum í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Áhorfendur troðfylltu áhorfendabekkina og stemningin var enn og aftur gríðarlega góð.

Eins og lokatölurnar gefa til kynna var varnarleikurinn í aðalhlutverki.
Leikmenn ÍA stóðu vörnina af krafti og með slíka áframhaldi er liðið til alls líklegt.
Gojko Zudzum heldur áfram að heilla – en hann var stigahæstur í liði ÍA með 25 stig og 7 fráköst. Zudzum hefur skorað 31 stig að meðaltali í fyrstu fjórum leikjum ÍA og er án vafa sá leikmaður sem hefur komið mest á óvart í Bónusdeildinni það sem af er.
Bandaríkjamaðurinn Darnell Cowart átti sinn besta leik með 16 stig, 8 fráköst og 4 stoðsendingar.
Fyrirliðinn Lucien Thomas Christofis átti einnig góðan dag og skoraði 11 stig, tók 3 fráköst og gaf 5 stoðsendingar.
Josip Barnjak lagði einnig sitt af mörkum með 12 stigum og 8 fráköstum.
Myndasafn á skagafrettir.is – smelltu hér, safnið er að uppfærast:





