Lárus Orri Sigurðsson mun þjálfa karlalið ÍA í knattspyrnu næstu tvö tímabil. Frá þessu var greint í dag í tilkynningu frá félaginu og er samningurinn til loka keppnistímabilsins 2027. 

Lárus Orri tók við liðinu um miðjan júní á þessu ári – en á þeim tíma var liðið í fallsæti eftir 10 umferðir með þrjá sigurleiki og átta töp. 

Undir hans stjórn náði ÍA að snúa við blaðinu og tryggt sér áframhaldandi veru í Bestu deildinni. ÍA hefur sigrað í 7 leikjum af síðustu 16 leikjum liðsins og þar af vann liðið fimm leiki í röð.  

ÍA leikur gegn Aftureldingu á heimavelli laugardaginn 25. október í lokaumferð Íslandsmótsins – og hefst leikurinn kl. 14:00. 

Lárus Orri ólst upp á Akranesi og lék með yngri flokkum ÍA við góðan orðstír allt þar til hann flutti til Akureyrar á unglingsaldri. Þar lék hann með meistaraflokki Þórs í nokkur ár.

Hann átti magnaðan atvinnumannaferil í Englandi sem spannaði 10 ár þar sem hann lék með Stoke og WBA, bæði í Championship deildinni og Premier League.

Hann á að baki 42 A landsleiki og spilaði auk þess með öllum yngri landsliðum Íslands.

Lárus Orri á farsælan 10 ára feril að baki í þjálfun meistaraflokka Þórs á Akureyri og KF.