Karlalið ÍA sigraði Aftureldingu í dag í lokaumferð Bestu deildar, Íslandsmótsins í knattspyrnu.
Gabríel Snær Gunnarsson skoraði eina mark leiksins en Afturelding féll úr efstu deild ásamt Vestra.

ÍA endaði í 8. sæti deildarinnar. Viktor Jónsson skoraði flest mörk ÍA en hann skoraði alls 10 mörk, Gísli Laxdal Unnarsson skoraði 6 og Ómar Björn Stefánsson var með 5 mörk.
Þór frá Akureyri og Keflavík koma upp úr Lengjudeildinni, og Vestri og Afturelding fara niður í Lengjudeildina.





