ÍA og Afturelding mætast í dag í lokaumferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Vegna vallaraðstæðna á Elkem vellinum hefur leikurinn verið færður inn í Akraneshöllina – og hefst hann kl. 14:00 í dag.
ÍA hefur tryggt sér áframhaldandi veru í Bestu deildinni – en Afturelding er í fallbaráttu ásamt Vestra og KR – en þau lið mætast í úrslitaleik á Ísafirði í dag kl. 14:00.





